/   novilist.ml   / Icelandic  

2019-10-22 15:22:15

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hótar að ganga fram með enn meiri hörku gagnvart Kúrdum fari þeir ekki með herlið sitt af svæði í norðausturhluta Sýrlands, sem Tyrkir vilja að verði skilgreint sem öryggissvæði. Þetta kom fram í upphafi fundar Erodgans með Vladimir Pútín Rússlandsforseta sem nú fer fram í borginni Sochi í Rússlandi.

Frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir vilja koma á öryggissvæði. AFP

Þar ræða forsetarnir málefni Sýrlands, einkum norðausturhluta landsins sem liggur að Tyrklandi. Pútín í byrjun fundarins að hann hefði trú á að þau sterku bönd, sem væru á milli landanna tveggja, myndu verða til þess að lausn fyndist á málum. „Ástandið er mjög alvarlegt,“ sagði Pútín við Erdogan.

Á fimmtu­dag­inn til­kynnti Er­dog­an að Tyrk­ir myndu láta af árás­um á svæðinu næstu 120 klukku­stund­irn­ar eða fram á kvöldið í kvöld með því skil­yrði að Kúr­d­ar myndu draga herlið sitt á brott af svæðinu. 

Um­rætt svæði er um 444 kíló­metra langt, nær að landa­mær­un­um að Írak og er um 30 kíló­metra breitt. Til­gang­ur Tyrkja með ör­ygg­is­svæðinu er ann­ars veg­ar að halda sveit­um Kúrda frá landa­mær­un­um að Tyrklandi og hins veg­ar að þangað verði send­ur hluti þeirra 3,6 millj­óna flótta­manna frá Sýr­landi sem haf­ast nú við í Tyrklandi.


mbl.is
erdogan fram https meiri norausturhluta sitt srlands tyrkir myndu herli tyrklandiUser comments