/   novilist.ml   / Icelandic  

2019-11-22 22:30:38

Víkingur varð Íslandsmeistari í fótbolta 1991, tryggði sér titilinn með 3:1 sigri á Víði í síðustu umferð eftir að hafa verið 1:0 undir í hálfleik í Garðinum. „Það var ánægjulegt að sjá boltann í netinu,“ sagði Helgi Bjarnason þá við Morgunblaðið um fyrsta mark gestanna. „Jöfnunarmarkið var byrjunin á skrefinu að bikarnum og það gaf okkur þann aukakraft sem þurfti til að ná því markmiði.“

Nú um 28 árum síðar er Helgi forstjóri VÍS og á meðal starfsmanna fyrirtækisins eru margir sem hafa náð langt í íþróttum og fagnað glæstum sigrum í ýmsum greinum eins og fótbolta, vaxtarrækt, handbolta, dansi, körfubolta og hjólreiðum.

„Ég hef ekki orðið svo frægur að hampa bikar í dansi en eftirminnilegasti sigurinn er þessi í Garðinum, sem tryggði okkur Víkingum Íslandsmeistaratitilinn 1991,“ rifjar hann upp. „Ég hélt að mín yrði minnst fyrir að hafa skorað þetta fyrsta mark en enginn man eftir því heldur bara fyrirgjöfinni frá Bjössa Bjartmarz, sem kom inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skoraði svo hin tvö mörkin.“

Öflugur hópur

Hátt í 30 starfsmenn VÍS hafa unnið til titla í íþróttum auk þess sem margir aðrir lifa á fornri frægð. Fyrir utan þá sem eru á myndunum má nefna handboltamennina Þráin Ásmundsson og Elvar Guðmundsson, körfuboltamanninn Guðna Ólaf Guðnason og fótboltakempur eins og Arnar Má Björgvinsson, Davíð Sævarsson, Reyni Leósson, Alex Frey Hilmarsson, Gunnar Ormslev, Valgeir M. Baldursson, Þorvald Þorsteinsson, Ingva Hrafn Ingvason, Davíð Sævarsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Óttar Stein Magnússon og Snæbjörtu Pálsdóttur.

Helgi segir að afreksfólk í íþróttum sé ekki vísvitandi ráðið til starfa hjá fyrirtækinu. „Margt afreksfólk hefur ráðist til starfa hjá okkur og það endurspeglast svo í miklum keppnisanda og stemningu í fyrirtækinu,“ segir hann.

Fjölbreytileikinn í hópi starfsmanna er mikilvægastur, að mati Helga. „Rétt eins og í íþróttum þarf mismunandi fólk í mismunandi stöður og góð og rétt blanda nær bestum árangri. Þú þarft bæði fólk í vörn og sókn til að vinna leiki.“

Helgi segir að hver íþróttatitill starfsmanns eða starfsmanna liti daginn og umræðuna. „Hver hefur sína skoðun og ekki eru allir KR-ingar, þó að þeir hafi orðið meistarar, en allir hafa gaman af því að tala um árangurinn og fylgjast með. Fyrir vikið verða umræður oft fjörugar og skemmtilegar í kaffinu.“

Þegar titill kemur í hús reyna starfsmenn VÍS að gera sér dagamun, að sögn Helga. „Við samfögnum með okkar fólki,“ segir hann og vísar meðal annars til þess að fólk hafi komið saman í höfuðstöðvunum fyrir bikarúrslitaleik Víkings og FH í fótboltanum í haust. „Við reynum að fagna á góðan og hóflegan máta, því alltaf er gaman að taka þátt í sigrum, stórum og smáum.“

Nánar um máliðí Morgunblaðinu

Nánar um máliðí Morgunblaðinu


mbl.is
hafa ekki segir fyrir rttum https helgi eftir okkur tryggi 1991 ftbolta


User comments